Bjartsýnn á tækifærin og framtíðina

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhætt er að segja að rekstur Kviku banka hafi tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Tekjur bankans í fyrra nær þrefölduðust frá árinu á undan eftir nokkuð stöðugan vöxt frá árinu 2015. Hagnaðurinn jókst nærri því fimmfalt á milli ára – og nam í fyrra um 10,7 milljörðum króna.

Hvorki tekjuaukningin né hagnaðurinn varð þó til af sjálfu sér heldur hefur verið unnið markvisst að því að efla umsvif og rekstur félagsins á liðnum árum. Eftir sameiningu MP banka og Straums, sem varð grunnurinn að Kviku banka, lagði félagið áherslu á þóknunartekjur og byggði upp öfluga eignastýringarstarfsemi. 
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, hefur leitt uppbyggingu félagsins frá því að hann var ráðinn forstjóri árið 2019 og í viðtali við ViðskiptaMoggann fer hann yfir helstu áherslur félagsins og afkomu, auk frekari vaxtartækifæra sem hann sér.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK