Hagnaður Valdimar Music ehf. nam í fyrra tæpum 3,4 milljónum króna en árið áður var hann aðeins um 280 þúsund krónur. Samkvæmt ársreikningi námu tekjur félagsins í í fyrra um 8,5 milljónum króna en voru aðeins 4,3 milljónir árið áður.
Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er eigandi félagsins. Tekjur Valdimar Music árið 2018 námu um 10,7 milljónum króna en það var fyrsta heila rekstrarár þess. Tekjurnar lækkuðu árin 2019 og 2020 en hækkuðu á ný í fyrra sem fyrr segir. Eigið fé félagsins var við síðustu áramót um 3,9 milljónir króna.
Fréttin birtist upphaflega í ViðskiptaMogganum í dag.