Petrea Ingileif Guðmundsdóttir er nýr formaður stjórnar Sýnar eftir stjórnarkjör sem fór fram á hluthafafundi félagsins í morgun.
Í aðalstjórn voru kjörin ásamat Petreu þau Jóhann Hjartarson, Jón Skaftason, Páll Gíslason og Sesselía Birgisdóttir. Í varastjórn voru kjörin Daði Kristánsson og Salóme Guðmundsdóttir.
Jón Skaftason kemur nýr inn í stjórn en úr stjórninni víkur Hjörleifur Pálsson, sem var formaður stjórnar. Hjörleifur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá höfðu þeir Reynir F. Grétarssson og Hilmar Þór Kristinsson gefið kost á sér í stjórn en náðu ekki kjöri.
Reynir og Jón Skaftason hafa farið fyrir Gavia Invest, sem í júlí keypti hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra félagsins, og hefur síðan þá eignast um 20% hlut í félaginu. Hluthafafundurinn í dag, þar sem stjórnarkjörið fór fram, var haldinn að kröfu Gavia.
Reynir sagði í samtali við Morgunblaðið um miðjan ágúst að ekki stæði til að skemma þau verðmæti sem eru til staðar í félaginu.