Leggur áherslu á að menn taki höndum saman

Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra Eggert Jóhannesson

„Ég held að aðgerðir Seðlabankans séu að skila árangri en ég vara við því að hann sé einn skilinn eftir með verkefnið, “ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, inntur eftir viðbrögðum við fréttum gærdagsins af minnkandi verðbólgu. 

Bjarni bendir á að þegar Seðlabankinn sé einn skilinn eftir með hagstjórnarhlutverkið, að halda aftur af verðbólgunni, gangi yfirleitt treglega að halda aftur af henni.

„Það sem ég hef lagt áherslu á er að menn taki höndum saman og styðji Seðlabankann í þessu hlutverki. Þess vegna jukum við aðhaldið í opinberu fjármálunum og drógum úr útgjaldaáformum á næsta ári í undirbúningi fjárlaga.“

Þá segist Bjarni vona að viðleitni annarra í hagkerfinu, til að halda að sér höndum þegar kemur að verðhækkunum, hafi skilað einhverju. „Þó það hafi kannski ekki alltaf verið mögulegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK