Ljósin slökkt í VBS fjárfestingarbankanum

VBS fjárfestingarbanki.
VBS fjárfestingarbanki.

Skiptafundur VBS eignasafns hf., sem er í raun VBS fjárfestingarbankinn, sem fór í slitameðferð árið 2010 og í endanlegt gjaldþrot 2015, hefur verið boðaður 5. september nk. Á fundinum mun skiptastjóri, Hróbjartur Jónatansson hrl., leggja fram frumvarp að úthlutunargerð í búinu.

Hróbjartur segir í samtali við ViðskiptaMoggann að félagið hafi verið lengi að fara í gegnum kerfið, en samþykktar kröfur í búið voru um 45 milljarðar og er gert ráð fyrir um 16% heildarúthlutun upp í þá upphæð.

„Það hafa verið eftirhreytur af ýmsum ágreiningsmálum og hagsmunum sem þurfti að fara með í gegnum dómskerfið. Það tók lengri tíma en ráðgert var,“ segir Hróbjartur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK