Verðbólga á evrusvæðinu fór í 9,1 prósent í ágúst, sem er nýtt met að sögn tölfræðistofnunar ESB. Þar með hefur þrýstingur aukist á Seðlabanka Evrópu um að hækka stýrivexti.
Verðbólgan hefur aukist af völdum hækkandi eldsneytisverðs vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Í júlí nam verðbólgan á evrusvæðinu 8,9 prósentum.