39,1 milljarða halli á viðskiptajöfnuði á öðrum ársfjórðungi

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Halli varð á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi í ár upp á 39,1 milljarð. Er þetta 5,9 milljarða betri niðurstaða en á fyrsta ársfjórðungi, en 6,4 milljarða lakari niðurstaða en á sama fjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabankans.

Þá varð halli á vöruskiptajöfnuði upp á 40,2 milljarða, en afgangur upp á 33,3 milljarða á þjónustujöfnuði. Halli á frumþáttatekjum var 22,3 milljarðar og 9,8 milljarðar á rekstrarframlögum.

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 863 milljónir, eða sem nemur 24,7% af vergri landsframleiðslu. Versnaði staðan um 200 milljarða, eða 5,7% af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum.

Í lok fjórðungsins voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 4.600 milljarðar, en skuldir 3.737 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK