Til höfuðs fákeppni á markaði

Ómar Már Jónsson hefur reynslu af viðburðamarkaðnum.
Ómar Már Jónsson hefur reynslu af viðburðamarkaðnum. mbl.is/Hákon

Nýtt miðasölufyrirtæki, MiðiX, er byrjað að ryðja sér til rúms á íslenska viðburðamarkaðnum. Ómar Már Jónsson framkvæmdastjóri segir félagið sérhæfa sig í netsölu miða á viðburði s.s. á tónleika, leiksýningar, íþróttaviðburði og í raun hvar þar sem þörf er á sölu aðgöngumiða. 

Hann segir að fyrirtækið sé stofnað til höfuðs fákeppni á markaðnum. Áður var Tix.is eina miðafyrirtækið sem viðburðahaldarar gátu snúið sér til.

„Ég veit hvaða áhrif fákeppni hefur á markaði. Hún er ekki góð, hvorki fyrir fyrirtæki né markaðinn í heild né heldur viðburðahaldara.“

Hann segir að fákeppni hafi alltaf þau áhrif að þjónustustig lækki og verð hækki.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 30. ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK