Bjarni jók við hlut sinn í Festi í ágúst

Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood.
Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood.

Sjávarsýn ehf., félaga í eigu Bjarna Ármannssonar, forstjóra Icelandic Seafood, bætti í ágúst við hlut sinn í Festi. Félagið bætti við sig 500 þúsund hlutum og á nú um 5,3 milljónir hluta, alls um 1,7% hlut, í Festi samkvæmt uppfærðum hluthafalista.

Stærstu hluthafar félagsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður verslunnarmanna (Live) juku jafnframt við hlut sinn í ágúst, LSR um tæpa 1,5 milljón hluti og Live um 2,4 milljónir hluta. Þá keypti Festi um tvo milljón hluti af eigin bréfum.

Íslandsbanki seldi um 2,3 milljónir hluta og fer úr því að vera 10. stærsti hluthafinn í að vera 13. stærsti. Ætla má að meginþorri bréfanna séu bréf sem bankinn heldur á fyrir viðskiptavini í gegnum framvirka samninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK