Söluverðmætið hækkað um 20 milljarða

Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins.
Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins. Ljósmynd/Aðsend

Uppfært auðlindamat fyrir Nalunaq námuna á Suður-Grænlandi sýnir að áætlað heildarmagn gulls hefur hækkað úr 250.000 únsum í 320.000 únsur, sem jafngildir um 10 tonnum, og er Nalunaq náman ein af þeim námum sem hafa hæsta gullstyrk í heiminum í dag. 

Hefur gullmagn á hvert tonn af bergi hækkað úr 18 grömmum af gulli í 28 grömm. 

Matið, sem byggir á borunum frá 2020 og 2021, var birt í morgun og er þetta þriðja útgáfa þess. Óháður aðili SRK Exploration Services vann matið samkvæmt reglum Toronto Stock exchange og London Stock Exchange. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send er út fyr­ir hönd Amaroq Minerals.

Söluverðmæti nemi 80 milljörðum

Í dag nemur gullverð 1.710 dölum á hverju únsu og hefur heildarsöluverðmæti gullsins farið úr 427,5 milljónum dollara í 547,2 milljónir eða úr 60 milljörðum króna í 80 milljarða.

Það að magn af gulli á hvert tonn hækkar úr 18g/t í 28g/t gerir það að verkum að það verður arðbærara en ella að vinna efnið úr berginu, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

„Nýja matið er mikilvægt fyrir okkur til að taka næsta skref inn í framtíðina. Gullstyrkurinn í Nalunaq þýðir að náman er í topp 2% af gullfundum á heimsvísu hvað varðar hlutfall af gulli á hvert tonn. 

Næstu niðurstöður munu byggja á borunum frá því í sumar en við búumst við að segja frá þeim niðurstöðum núna í haust, og gert er ráð fyrir því að gullvinnsla hefjist á næstu árum,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq í tilkynningunni.

Græn gullvinnsla

Amaroq Minerals var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Fyrirtækið er með leyfi til að leita að og vinna gull og aðra verðmæta málma í Suður-Grænlandi. Stærsta eign Amaroq er Nalunaq gullnáman, sem verið er að koma aftur í vinnslu. 

Hlutabréf Amaroq eru skráð í kauphallirnar í Toronto og London, en meðal stærstu hluthafa í félaginu eru íslenskir fjárfestar, þjóðarsjóðir Grænlands og Danmerkur og stærsti lífeyrissjóður Grænlands.  

Í tilkynningunni segir að öll námuvinnsla á vegum Amaroq verði unnin samkvæmt ESG stöðlum undir merkjum grænnar gullvinnslu þar sem leitast verður eftir sjálfbærni og sátt við umhverfið með ríkri áherslu á samfélagslega ábyrgð, þar sem sérstök áhersla er lögð á gott og uppbyggilegt samstarf við grænlensk stjórnvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK