Ásta S. Fjeldsted nýr forstjóri Festar

Ásta S. Fjeldsted er nýr forstjóri Festar.
Ásta S. Fjeldsted er nýr forstjóri Festar. Ljósmynd/Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festar, en hún hefur frá því í október 2020 starfað sem framkvæmdastjóri Krónunnar (dótturfélags Festar).

Ásta tekur við starfinu frá og með deginum í dag, en Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festar, hefur tímabundið gegnt stöðu forstjóra frá því í júlí. Sem kunngt er var Eggert Þór Kristóferssyni vikið úr starfi forstjóra í byrjun júní sl. og lét han af störfum um miðjan júlí.

Áður en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Krónunnar hafði verið framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs um þriggja ára skeið. Þar áður starfaði hún hjá McKinsey & Co frá árinu 2012, á skrifstofum félagsins í Kaupmannahöfn og í Tokýó. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku. Hún er vélarverkfræðingur að mennt með M.Sc. gráðu frá DTU tækniháskólanum í Danmörku.

Ásta Sigríður fjárfesti í hluta­bréf­um í Festi fyr­ir tæp­ar 20 millj­ón­ir króna í síðustu viku í gegnum nýstofnað fjárfestingafélag sitt. Hún mun samhliða gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar þangað til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn. 

Ásta S. Fjelsted var ráðinn framkvæmdastjóri Krónunnar haustið 2020.
Ásta S. Fjelsted var ráðinn framkvæmdastjóri Krónunnar haustið 2020.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK