Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Ormsson, sem nú fagnar 100 ára afmæli, segir að vel hafi tekist til við að breyta yfirbragði fyrirtækisins. Lagt var af stað í fyrstu markaðsherferð eftir eigendaskipti á úrslitakvöldi Evróvisjón í maí sl.
„Við erum nú með djúpan og fallegan blágrænan lit í okkar markaðsefni. Við skerum okkur úr. Okkur finnst hafa tekist mjög vel til. Við leggjum áherslu á þjónustu, upplifun og gæði og sjáum á viðbrögðum fólks og sölutölum að þessi breyting virkar,“ segir Kjartan í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.