Tilkynnt hefur verið um fimm hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar á árinu og hefur 192 starfsmönnum verið sagt upp í þessum uppsögnum.
Það stefnir í fáar hópuppsagnir í ár miðað við árin 2011 til 2021 en staðan mun skýrast þegar árið verður gert upp. Árið 2014 voru fæstar hópuppsagnir, ef frá eru taldir fyrstu átta mánuðir þessa árs, en fólki á vinnualdri, 16 til 74 ára, hefur fjölgað úr 230 þúsund árið 2014 í 272 þúsund í júlí sl.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.