Reza Mizra tók við sem forstjóri samstæðunnar Icelandic Water Holdings þann 1. september síðastliðinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Mizra hefur gegnt stöðu forstjóra Icelandic Glacial í Bandaríkjunum undanfarin átta ár.
Í tilkynningunni segir að Icelandic Glacial fáist nú á 54 þúsund sölustöðum í Bandaríkjunum; á 400 lúxushótelum og nær öllum flugvöllum.
„Áhersla Reza á að setja saman úrvalsteymi hefur skapað framúrskarandi fyrirtækjamenningu og byggt upp vörumerkið þannig að það er nú þriðja stærsta innflutta gæðavatnið á Bandaríkjamarkaði,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings.