Seðlabanki Evrópu hækkaði í dag stýrivexti sína um 0,75 prósentustig, úr 0,5 í 1,25 prósent til þess að reyna að hemja verðbólgu á evrusvæðinu. Seðlabankinn greip til hækkunarinnar til þess að reyna að ná tökum á þrálátri verðbólgu í álfunni.
Bankinnn varaði við því að verðbólga væri of há og yfir langtímamarkmiði þegar tilkynnt var um hækkun stýrivaxta.
Á blaðamannafundi Christine Lagarde, seðlabankastjóra Evrópu, kom fram að vextir væru langt frá því sem þeir þyrftu að vera. Þá sagði hún að enn frekari hætta væri á samdrætti ef Rússar lokuðu alveg fyrir gas á evrusvæðið.
Þá gerir spá bankans ráð fyrir að meðalverðbólga á árinu 2022 verði 8,1 prósent og spáir bankinn verðbólgu upp á 5,5 prósent á næsta ári og svo 2,3 prósent árið 2024.