Fabrikkan margfaldar hagnaðinn

Jóhannes Ásbjörnsson veitingamaður hjá Hamborgarafabrikkunni.
Jóhannes Ásbjörnsson veitingamaður hjá Hamborgarafabrikkunni. Eggert Jóhannesson

Nautafélagið, félagið um rekstur Hamborgarafabrikkunnar, hagnaðist um 37,8 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn tæplega fimmtánfaldaðist frá fyrra ári, er hann var 2,6 milljónir, en farsóttin setti stórt strik í veitingarekstur árið 2020.

Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Nautafélagsins, vegna ársins 2021, að eignir félagsins hafi numið 132,4 milljónum en verið 108,3 milljónir árið áður. Bókfært fé hafi verið 72,1 milljón í árslok. Þá hafi allar langtímaskuldir félagsins verið uppgreiddar á árinu 2022. Tekjur félagsins jukust úr rúmlega 406 milljónum 2020 í rúmar 497 milljónir í fyrra. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK