Werner Vogels, aðstoðarforstjóri Amazon, heimsótti höfuðstöðvar Kerecis á Ísafirði fyrir nokkru og vann úr því sjónvarpsþátt.
Þátturinn er í þáttaröðinni Now Go Build en í þeim heimsækir Vogels frumkvöðla sem taldir eru munu setja svip á framtíðina.
Þáttaröðin er sýnd á Amazon Prime og varð viðkomandi þáttur aðgengilegur í fyrravöld. Amazon Prime er með um 150 milljónir áskrifenda í Bandaríkjunum og um 200 milljónir um heim allan.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.