Andrea Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns á skrifstofu forstjóra hjá Fossum fjárfestingabanka og hefur störf í dag. Andrea starfaði síðast í Bank of America í Lundúnum þar sem hún starfaði tímabundið á fjárfestingarbankasviði í framhaldi af útskrift frá London Business School. Áður starfaði hún í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og áhættustýringu frá árinu 2018.
Í tilkynningu frá Fossum kemur fram að Andrea er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá London Business School. Auk þess hefur hún lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Helstu verkefni Andreu munu snúa að því umbreytingarferli sem fylgir nýju starfsleyfi. Meðal annars felast þau í verkefnastjórnun í tengslum við breytingar á innviðum bankans ásamt vinnu við sértæk verkefni sem snúa að viðskiptaþróun félagsins.