Lánshæfiseinkunn óbreytt í A

Smæð hagkerfisins er meðal þess sem heldur aftur af lánshæfiseinkunninni.
Smæð hagkerfisins er meðal þess sem heldur aftur af lánshæfiseinkunninni. mbl.is/Árni Sæberg

Lánshæfiseinkunn ríkisjóð er óbreytt í A og horfur eru stöðugar, er meðal þess sem kemur fram í mati Fitch Ratings í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á vef Stjórnarráðsins.

„Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti og hátt þróunarstig sem er sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“ lánshæfiseinkunn,“ segir í tilkynningunni.

Meðal þess sem heldur aftur af lánshæfiseinkunninni er sagt vera mikil en lækkandi skuldabyrði hins opinbera, smæð hagkerfisins og einsleitni útflutnings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK