Lánshæfiseinkunn ríkisjóð er óbreytt í A og horfur eru stöðugar, er meðal þess sem kemur fram í mati Fitch Ratings í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á vef Stjórnarráðsins.
„Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti og hátt þróunarstig sem er sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“ lánshæfiseinkunn,“ segir í tilkynningunni.
Meðal þess sem heldur aftur af lánshæfiseinkunninni er sagt vera mikil en lækkandi skuldabyrði hins opinbera, smæð hagkerfisins og einsleitni útflutnings.