Litlar tekjur af lóninu

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tvö ferðaþjónustufyrirtæki gagnrýna Vatnajökulsþjóðgarð fyrir að veita ekki svör við fyrirspurnum um leyfisveitingar er varða bátasiglingar á Jökulsárlóni. Annað fyrirtækið hefur beðið mánuðum saman eftir svörum en fær ekki svar við því hvort leyfi fáist árið 2023 til siglinga.

Samkvæmt upplýsingum frá settum þjóðgarðsverði eru tekjur hins opinbera af umsvifum á lóninu afar takmarkaðar eða um 5,8 milljónir á þessu ári. Gera má ráð fyrir að sú upphæð sé brotabrot af veltu fyrirtækjanna tveggja sem hafa heimild til þess að sigla á lóninu.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur ekki hleypt fleiri en þessum fyrirtækjum að lóninu með þeim rökum að bílastæði og annar aðbúnaður við lónið séu nú þegar fullnýtt. Verið sé að skoða málið í heildarsamhengi. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK