Ísland upp um gæðaflokk

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- …
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Við opn­un markaða í morg­un færðist Ísland upp um gæðaflokk hjá vísi­tölu­fyr­ir­tæk­inu FTSE Rus­sell í flokk ný­markaðsríkja (e. Second­ary Emerg­ing mar­kets). Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar og Magnús Harðar­son, for­stjóri Nas­daq Ice­land hringdu af því til­efni fyrstu viðskipti dags­ins inn við at­höfn í Kaup­höll­inni. 

Eins og fram kom í ViðskiptaMogg­an­um í síðustu viku er um stór­an og mik­il­væg­an viðburð að ræða fyr­ir ís­lenska markaðinn. Sagði Magnús Harðar­son for­stjóri Nas­daq Ice­land í sam­tali við blaðið að um góðar frétt­ir fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf væri að ræða sem breyttu fjár­mögn­un­ar­mögu­leik­um ís­lenskra fyr­ir­tækja.

Mik­il viður­kenn­ing

Í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni seg­ir að færsla Íslands í flokk ný­markaðsríkja sé mik­il viður­kenn­ing á öfl­ugu starfi markaðsaðila við að styrkja ís­lenska markaðinn inn­an hins alþjóðlega fjár­mála­markaðar. „Mik­il­væg­ar skrán­ing­ar, auk­inn selj­an­leiki og ýms­ar aðrar um­bæt­ur hafa jafnt og þétt aukið áhuga inn­lendra og er­lendra fjár­festa. Núna um dag­inn varð Inst­inet, sem er í eigu Nomura aðili að ís­lenska markaðnum og er von á aðild fleiri er­lendra aðila. Þá munu mögu­leik­ar ís­lenskra fyr­ir­tækja til fjár­mögn­un­ar batna til muna við þess­ar breyt­ing­ar. End­ur­flokk­un­in þýðir aukið inn­flæði fjár­magns inn á markaðinn sem styrk­ir ís­lensk­an hluta­bréfa­markað sem skrán­ing­ar- og fjár­mögn­un­ar­vett­vang, þar sem fleiri verða til­bún­ir til að kaupa bréf í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

15 fé­lög fá sæti

15 fé­lög fá öll sæti í vísi­töl­unni í dag, en Ísland verður tekið inn í þrem­ur skref­um. Fyrsta skrefið var tekið í morg­un, þriðjung­ur af væg­inu verður tekið inn í des­em­ber og lokaþriðjung­ur­inn í mars.

Nán­ar er hægt að lesa um málið í ViðskiptaMogg­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK