Orkan kaupir 34% hlut í Straumlind

Frá Orkunni: Kristján Már Atlason, Lárus Árnason og Auður Daníelsdóttir. …
Frá Orkunni: Kristján Már Atlason, Lárus Árnason og Auður Daníelsdóttir. Frá Straumlind: Símon Einarsson, Gunnar Einarsson, Alexander Moses og Ólöf Embla Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Orkan IS hefur náð samkomulagi um kaup á 34% eignarhlut í Straumlind ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni.

Straumlind er nýsköpunar- og raforkusölufyrirtæki sem var stofnað árið 2020. Fjöldi viðskiptavina hefur fimmfaldast frá síðastliðnum áramótum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Straumlind kynnti fyrir stuttu þjónustu sem býður notendum upp á ódýrara rafmagn á nóttunni. Fyrirtækið hefur þróað eigin hugbúnað byggðan á gervigreind og sjálfvirkni.

Orkan rekur 70 þjónustustöðvar á landinu og bíður upp á orku í formi rafmagns, metans og vetnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK