Seðlabanki Evrópusambandsins hyggst beita aðgerðum til að koma í veg fyrir að vaxandi verðbólga verði viðvarandi á evrusvæðinu í kjölfar heimsfaraldurs sem og innrásar Rússa í Úkraínu.
Atburðirnir tveir hafa haft gífurleg áhrif á hagkerfi evrusvæðisins og hefur leitt til hækkunar neysluverðs sem að sögn seðlabankastjórans Christine Lagarde hefur reynst „mun meiri og langvarandi“ en búist var við í upphafi.
Lagarde bætti því við í ræðu sinni í Frankfurt í dag að seðlabankinn yrði að tryggja að himinhá verðbólga festist ekki í sessi.