Hagnaður fjárfestingarfélagsins SNV Holding ehf., sem er í eigu fjárfestisins Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, nam tæpum 1,2 milljörðum króna á síðasta ári. Það er um 60% aukning milli ára en hagnaður félagsins á árinu 2020 var rúmar 730 milljónir króna.
Eignir fyrirtækisins nema nú 4,4 mö.kr. Þær drógust saman á milli ára en árið 2020 voru þær 4,8 ma.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 85%.
Meðal eigna SNV er 1,3% hlutur í Kviku banka og 15,19% hlutur í matvælafyrirtækinu Good Good.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.