Englandsbanki hækkar vexti og varar við samdrætti

Englandsbanki hækkaði vexti sína í dag.
Englandsbanki hækkaði vexti sína í dag. AFP

Eng­lands­banki hækkaði í morg­un stýri­vexti sína til að reyna að stemma stigu við vax­andi verðbólgu í land­inu. Bank­inn varaði um leið við því að það stefndi í sam­drátt breska hag­kerf­is­ins. Nem­ur hækk­un­in 0,5 pró­sentu­stig­um og eru vext­ir bank­ans nú 2,25%.

Eng­lands­banki fylg­ir með þessu í fót­spor fjölda annarra seðlabanka sem hafa haldið áfram að hækka stýri­vexti sína í þess­ari viku. Þannig hækkaði banda­ríski seðlabank­inn vexti sem og aðrir bank­ar í Evr­ópu, t.d. norski seðlabank­inn sem hækkaði einnig vexti í dag og hafa þeir ekki verið hærri frá því árið 2011.

Ákvörðun Eng­lands­banka var frestað í síðustu viku vegna and­láts Elísa­bet­ar II. Eng­lands­drottn­ing­ar, en hækk­un­in núna kom grein­ing­araðilum lítið á óvart. Er um að ræða jafn skarpa hækk­un og í ág­úst þegar bank­inn hækkaði vexti sína líka um 0,5 pró­sentu­stig, en áður hafði bank­inn ekki farið í jafn skarpa hækk­un í einu skrefi síðan árið 1995. Jafn­vel voru vanga­velt­ur um hvort Eng­lands­banki myndi fylgja í fót­spor Seðlabanka Evr­ópu og banda­ríska seðlabank­ans sem hækkuðu stýri­vexti um 0,75 pró­sentu­stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka