Spá nú lægri verðbólgu

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka hef­ur lækkað verðbólgu­spá sína fyr­ir ág­úst­mánuð, en bank­inn spá­ir því nú að verðbólg­an lækki niður í 9,4% á árs­grund­velli. Fyrri spá bank­ans frá því í síðustu viku gerði ráð fyr­ir að verðbólg­an yrði 9,6%. Þetta kem­ur til vegna nýrra gagna frá Þjóðskrá og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un um að íbúðaverð á höfuðborg­ar­svæðinu hafi lækkað milli mánaða.

Sam­kvæmt þess­um nýju töl­um lækk­ar sér­býli um 2,4% en verð á fjöl­býli hækkaði hins veg­ar um 0,1%. Seg­ir grein­ing­ar­deild­in að aug­ljóst sé að íbúðamarkaður­inn sé að kólna all­hratt og hraðar en bank­inn hafi gert ráð fyr­ir.

Þá hef­ur grein­ing­ar­deild­in einnig upp­fært skamm­tímaspá sína og seg­ir nú að út­lit sé fyr­ir að verðbólg­an muni hjaðna aðeins hraðar en áður var gert ráð fyr­ir. Spá­ir bank­inn því nú að verðbólg­an verði kom­in í 8,7% í des­em­ber. Lang­tímaspá­in ger­ir einnig ráð fyr­ir að verðbólg­an verði að meðaltali 6,3% á næsta ári og 3,9% árið 2024.

Seg­ir í Korni grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar að ljóst sé að aðgerðir Seðlabank­ans að hækka vexti séu nú loks­ins farn­ar að hafa áhrif: „Þessi mæl­ing á vísi­töl­unni er að okk­ar mati staðfest­ing á mjög hraðri kóln­un á íbúðamarkaði und­an­farna mánuði. Það verður mjög áhuga­vert að sjá hvernig þró­un­in á íbúðamarkaði verður næsta kastið. Það er í öllu falli nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabank­ans, sem fyrst hóf að hækka vexti í maí 2021, eru loks­ins farn­ar að hafa áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka