Norski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig, upp í 2,25 prósent, sem er það hæsta frá árinu 2011.
Bankinn varaði við því að hann muni „mjög líklega“ hækka vextina aftur í nóvember vegna þess að „verðbólgan hefur aukist hratt síðastliðna mánuði og hefur verið mun hærri en spáð hafði verið“.