Tekjur umboðsskrifstofunnar Swipe Media voru um 130 m.kr. á síðasta ári sem er fjörutíu prósenta aukning frá árinu á undan. 600 þúsund króna tap varð af rekstrinum, sem helgast einkum af kostnaði við að byggja upp skrifstofu í Lundúnum.
„Við leggjum mest kapp á að vaxa þessi misserin,“ segir Gunnar Birgisson meðeigandi Swipe í samtali við ViðskiptaMoggann. Nökkvi Fjalar Orrason og Alexandra Sól Ingólfsdóttir eiga og reka fyrirtækið með Gunnari.
Hann segir að unnið sé að stofnun bresks félags undir erlenda reksturinn. Swipe Media er, eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um, búið að semja við nokkra vinsæla TikTok- og Instagram-áhrifavalda í Bretlandi og hyggst halda áfram að byggja upp þá starfsemi.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.