Fimm milljarða fjárfesting í nýju hóteli

Reitir eiga meðal annars Hótel Borg.
Reitir eiga meðal annars Hótel Borg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn fasteignafélagsins Reita hefur staðfest nýja áætlun um að opna hótel að Laugavegi 176 í árslok 2024.

Uppbyggingu hótelsins var frestað undir lok árs 2020 vegna kórónuveirufaraldursins og áhrifa hans á ferðalög. Það var svo í apríl á þessu ári sem ákveðið var að halda áfram með verkefnið.

Fjárfesting Reita í endurbyggingu fasteignarinnar er aðallega fjármagnaður með lánsfé.

Áætlaður kostnaður er rúmlega fimm milljarðar íslenskra króna og mun hann að mestu falla til þegar hótelið á að opna 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka