Greiða um 200 milljónir úr þrotabúi Milestone

Karl Wernersson og Guðmundur Ólason í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna Milestone-málsins …
Karl Wernersson og Guðmundur Ólason í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna Milestone-málsins á sínum tíma. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Boðað hef­ur verið til skipta­fund­ar í þrota­búi Milest­one ehf. í byrj­un næsta mánaðar, en til stend­ur að greiða út rúm­lega 200 millj­ón­ir úr bú­inu. Milest­one var eitt af stóru fjár­fest­inga­fé­lög­un­um fyr­ir fjár­mála­hrunið, en fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota árið 2009. Skipta­fund­ur­inn var aug­lýst­ur í Lög­birt­inga­blaðinu í dag.

Samþykkt­ar lýst­ar kröf­ur í búið nema um 78 millj­örðum, en fram kem­ur að á fund­in­um verði lagt til að út­hluta nú um 0,3% þeirr­ar fjár­hæðar, eða sem nem­ur rúm­lega 200 millj­ón­um.

Árið 2018 voru eig­end­ur Milest­one, bræðurn­ir Karl Emil og Stein­grím­ur Werners­syn­ir, auk Guðmund­ar Ólason­ar sem var fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, dæmd­ir í Hæsta­rétti til að greiða þrota­búi Milest­one 5,2 millj­arða auk vaxta og verðbóta vegna milli­færslna sem gerðar voru á reikn­ing syst­ur bræðranna, Ing­unn­ar Werners­dótt­ur. Með milli­færsl­un­um létu þeir Milest­one fjár­magna kaup sín á hluta­fé Ing­unn­ar í fé­lag­inu, en hún hafði átt hlut í fé­lag­inu ásamt bræðrum sín­um.

Áður hafði Hæstirétt­ur einnig dæmt fé­lagið Aur­láka ehf., sem er í eigu Karls, til að greiða 970 millj­ón­ir vegna söl­unn­ar á lyfja­versl­un­inni Lyfj­um og heilsu sem seld var frá Milest­one til Aur­láka í mars árið 2008. Þá þurfti Karl einnig að greiða þrota­bú Hátt­ar ehf. 47 millj­ón­ir, en Hæstirétt­ur vísaði mál­inu frá í byrj­un mánaðar og stend­ur því dóm­ur héraðsdóms sem hafði dæmt Karl til að greiða upp­hæðina.

Áður höfðu þre­menn­ing­arn­ir ásamt tveim­ur end­ur­skoðend­um verið dæmd­ir í saka­máli sem nefnt var Milest­one-málið sem sner­ist um fyrr­nefnd kaup bræðranna á hluta­fé Ing­unn­ar. Fyrr á þessu ári féllst end­urupp­töku­dóm­ur hins veg­ar á end­urupp­töku þess máls fyr­ir end­ur­skoðend­urna og Karl eft­ir að ís­lenska ríkið viður­kenndi að hafa brotið á rétti þeirra til rétt­látr­ar málsmeðferðar.

Skipta­fund­ur­inn núna er ekki skipta­loka­fund­ur, þ.e. ekki er stefnt að því að loka bú­inu. Á þrota­bú Milest­one í kjöl­far fyrr­nefndra dóma kröf­ur og er 5,2 millj­arða dóm­ur­inn þar stærsta málið. Hafa þre­menn­ing­arn­ir all­ir verið úr­sk­urðaðir gjaldþrota, en í til­felli Guðmund­ar feng­ust um 86 millj­ón­ir upp í 12 millj­arða kröf­ur.

Í til­felli Karls eru enn í gangi mála­ferli þar sem þrota­bú hans reyn­ir að fá sölu eigna rift og að kom­ast yfir eign­ir sem það tel­ur til­heyra bú­inu. Er þar meðal ann­ars um að ræða sölu Karls á fé­lag­inu Toska til son­ar síns Jóns Hilm­ars fyr­ir eina millj­ón krón­ur. Er fé­lagið eign­ar­halds­fé­lag utan um lyfja­versl­un­ar­keðjuna Lyf og heilsu. Mál­flutn­ing­ur í mál­inu fór fram fyrr í þess­um mánuði og er enn beðið niður­stöðu þess.

Fyrr á þessu ári var jafn­framt ráðist í hús­leit hjá Karli í tengsl­um við rann­sókn embætt­is héraðssak­sókn­ara á þó nokkr­um til­vik­um frá þrota­búi Karls. Sendi Karl frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna hús­leit­ar­inn­ar þar sem hann talaði um „of­sókn­ir yf­ir­valda“ og sagði að sér virt­ist „til­gang­ur­inn vera sá að aðstoða þrota­bú mitt vegna dóms­mála sem það er að reka í dóms­kerf­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK