Tveir hluthafafundir á tveimur mánuðum

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Hari

Stjórn Sýnar hf. hefur boðað til nýs hluthafafundar og verður hann haldinn fimmtudaginn 20. október. Boðað er til fundarins eftir að þrír hluthafar, sem eiga rúmlega 10% hlutafjár í félaginu, kröfðust þess að nýr fundur yrði boðaður, en síðasti hluthafafundur fór fram 31. ágúst.  Vilja hluthafarnir endurtaka fyrra stjórnarkjör, en með því þarf að binda enda á kjörtímabil stjórnarinnar sem var kjörin í ágúst og svo kjósa nýja stjórn.

Hlut­haf­arn­ir sem óska eft­ir fund­in­um eru Fasti ehf., sem er í eigu hjón­anna Hilm­ars Þórs Krist­ins­son­ar og Rann­veig­ar Ein­ars­dótt­ur, en fé­lagið á um 7,7% hlut í Sýn. Hilm­ar Þór bauð sig sem kunn­ugt er fram í stjórn Sýn­ar á hlut­hafa­fundinum í ágúst en náði ekki kjöri.

Hin fé­lög­in eru Tæki­færi ehf, sem er í eigu Trausta Ágústs­son­ar og Arn­ars Más Jó­hann­es­son­ar, og á um 2,2% hlut, og Borg­ar­lind ehf., sem er í eigu Stef­áns Más Stef­áns­son­ar, og á um 0,2% hlut.

Fyrir síðasta hluthafafund hafði Gavia ehf., hvar Reyn­ir Grét­ars­son og Jón Skafta­son eru í for­svari, farið fram á að stjórn­ar­kjör yrði haldið í fé­lag­inu. Þeir buðu sig fram í stjórn en aðeins Jón náði kjöri. Gavia hafði í júlí keypti all­an hlut Heiðars Guðjóns­son­ar, frá­far­andi for­stjóra, og síðan aukið við hlut sinn í fé­lag­inu og fer nú með um 20% hlut með bein­um og óbein­um hætti.

Hilm­ar Þór keypti ný­lega tæp­lega 8% hlut Ró­berts Wessmans í gegn­um fé­lag sitt og bætti við sig um 1% hlut stuttu síðar.

Rannveig Eir var í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í þessari viku þar sem hún fór meðal annars yfir málefni Sýnar, en hún segir núverandi stjórn ekki í takt við hluthafa félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK