Vaxtahækkanir og verðbólga bíta á Orkuveituna

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vaxta­hækk­an­ir hafa aukið fjár­magns­kostnað Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR). Þá birt­ist verðbólg­an einnig í aukn­um verðbót­um hjá fyr­ir­tæk­inu. Hins veg­ar hef­ur eig­in­fjár­hlut­fallið hækkað. Vext­ir fara hækk­andi á alþjóðamörkuðum og hafa Eng­lands­banki, Banda­ríski seðlabank­inn og sá evr­ópski all­ir hækkað vexti á síðustu vik­um.

Bene­dikt Kjart­an Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Orku­veit­unni, seg­ir vaxta­hækk­an­ir er­lend­is hafa áhrif á fjár­hag fyr­ir­tæk­is­ins. Hluti af lán­töku Orku­veit­unn­ar sé enda í er­lendri mynt.

„Því er vel að við höf­um er­lend­ar tekj­ur á móti en það er nátt­úru­leg vörn fólg­in í því. Hluti af okk­ar lána­samn­ing­um er með föst­um vöxt­um og þá erum við að hluta var­in fyr­ir vaxta­hækk­un­um þar til þeir samn­ing­ar klár­ast. Hluti af okk­ar samn­ing­um er hins veg­ar með breyti­leg­um vöxt­um og eru vext­ir jafn­an ákv­arðaðir á 3-6 mánaða fresti. Þá taka er­lendu lán­in breyt­ing­um með vaxta­hækk­un­um er­lend­is,“ seg­ir Bene­dikt Kjart­an.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK