Minni tekjur Dress up Games en mikið eigið fé

Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dress up games.
Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dress up games. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Hagnaður Dress Up Games nam í fyrra um 8,5 m.kr. og lækk­ar um eina millj­ón á milli ára. Tekj­ur fé­lags­ins námu um 12,2 m.kr. og dróg­ust einnig sam­an um rúma millj­ón frá fyrra ári. Eigið fé fé­lags­ins var í árs­lok um 89 m.kr.

Fé­lagið hagnaðist vel á árum áður og á ár­un­um 2008-2010 um rúm­ar 300 m.kr. en síðan þá hafa tekj­ur þess lækkað ár frá ári.

Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er Inga María Guðmunds­dótt­ir, bú­sett á Ísaf­irði, en hún stofnaði vefsíðuna árið 1998. Dress Up Games er vefsíða sem býður upp á sam­nefnd­an dúkku­lísu­leik og aðra svipaða sem hægt er að spila ókeyp­is, en tekj­ur síðunn­ar koma af aug­lýs­inga­sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK