Hagnaður Dress Up Games nam í fyrra um 8,5 m.kr. og lækkar um eina milljón á milli ára. Tekjur félagsins námu um 12,2 m.kr. og drógust einnig saman um rúma milljón frá fyrra ári. Eigið fé félagsins var í árslok um 89 m.kr.
Félagið hagnaðist vel á árum áður og á árunum 2008-2010 um rúmar 300 m.kr. en síðan þá hafa tekjur þess lækkað ár frá ári.
Eigandi fyrirtækisins er Inga María Guðmundsdóttir, búsett á Ísafirði, en hún stofnaði vefsíðuna árið 1998. Dress Up Games er vefsíða sem býður upp á samnefndan dúkkulísuleik og aðra svipaða sem hægt er að spila ókeypis, en tekjur síðunnar koma af auglýsingasölu.