Þær verðbólgutölur sem við erum að sjá beggja vegna Atlantshafsins eru afleiðingar þeirra miklu efnahagsaðgerða sem ríki heims réðust í vegna kórónuveirufaraldursins, og ættu ekki að koma neinum á óvart.
Þetta segir Lars Christensen, hagfræðingur við Copenhagen Business School, í samtali við Morgunblaðið. Christensen, sem er fv. aðalhagfræðingur Danske Bank, er Íslendingum vel kunnur enda hefur hann verið álitsgjafi um íslensk efnahagsmál í um hálfan annan áratug.
„Eðli málsins samkvæmt gat enginn vitað nákvæmlega hvort aðgerðir seðlabanka eða ríkisstjórna voru réttar eða rangar þegar á faraldrinum stóð – en það breytir því ekki að þegar ekki vantar eftirspurn í hagkerfið og seðlabankar létta á peningastefnu sinni þá mun það koma fram í verðbólgu,“ segir Christensen.
Hann segir að þegar horft sé til Evrópu hafi átökin í Úkraínu vissulega gert illt verra í efnahagslegu tilliti, þá sérstaklega sá orkuskortur sem hefur skapast, en verðbólgan hefði þó komið fram.
Nánar er rætt við Lars Christensen í Morgunblaðinu í dag.