Hjörtur gengur til liðs við Lucinity

Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn sem CTO hjá Lucinity.
Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn sem CTO hjá Lucinity. Ljósmynd/Aðsend

Hjört­ur Lín­dal Stef­áns­son hef­ur verið ráðinn sem CTO hjá Luc­inity, ís­lensku sprota­fyr­ir­tæki sem smíðar hug­búnað til varn­ar pen­ingaþvætti. Hjört­ur mun hafa yf­ir­um­sjón með allri tækni og hug­búnaðarþróun Luc­inity og styðja við frek­ari vöxt þess.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Luc­inity um ráðningu Hjart­ar.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að Hjört­ur snúi nú aft­ur til Íslands eft­ir að hafa starfað í Banda­ríkj­un­um hjá tækn­iris­an­um Amazon síðustu átta ár. Hjá Amazon bar hann ábyrgð á mynd­bandsaug­lýs­inga­kerfi allra miðla í eigu fyr­ir­tæk­is­ins en þar heyra und­ir þekkt vörumerki á borð við Prime Vi­deo, Twitch og IMDB. Síðastliðin 17 ár hef­ur Hjört­ur sankað að sér reynslu við leiðtoga­störf í hönn­un og inn­leiðingu dreif­stýrðra hug­búnaðar­kerfa sem þjóna millj­ón­um viðskipta­vina. Fyr­ir tíma sinn hjá Amazon sinnti Hjört­ur fjöl­breytt­um hlut­verk­um í hug­búnaðarþróun hjá fyr­ir­tækj­un­um Ubisoft og CCP.

Hjört­ur tek­ur sæti í fram­kvæmda­stjórn Luc­inity og ber ábyrgð á tækni­stefnu og hug­búnaðart­eym­um fyr­ir­tæk­is­ins. Teymi und­ir hans stjórn halda áfram að leggja of­urá­herslu á upp­bygg­ingu leiðandi kerf­is í vörn­um gegn pen­ingaþvætti sem eyk­ur skil­virkni og skalan­leika fjár­mála­stofn­ana um all­an heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK