Enska knattspyrnuliðið Manchester United tapaði á síðasta fjárhagsári um 115,5 milljón sterlingspundum, þrátt fyrir að tekjur félagsins hafi aukist um 18% á tímabilinu.
Frá þessu er greint á vef BBC en fjárhagstímabili félagsins lýkur í júní. Tapið eykst um 23 milljónir punda á milli ára og skuldir félagsins jukust um 22%.
Launakostnaður félagsins jókst um 19% á tímabilinu, en á síðasta tímabili samdi félagið við leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho og Raphael Varane. Launakostnaður félagsins er nú um 384 milljónir punda á ársgrundvelli, en ekkert félag hefur haft jafn háan launakostnað frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.
Þá nam kostnaður vegna uppsagna Oles Gunnars Solskjærs og Rafls Rangnicks, og þjálfarateyma þeirra, tæpum 25 milljón pundum.