Aðeins eitt fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta í ágúst, en jafnan eru gjaldþrot nokkru fleiri í hverjum mánuði. Helgast það af því að í ágúst er jafnan réttarhlé hjá dómstólum og gjaldþrotabeiðnir af þeim sökum færri en aðra mánuði ársins. Þannig var einnig aðeins eitt gjaldþrot skráð í ágúst í fyrra og ekkert árið áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýuppfærðum tölum Hagstofunnar.
Til samanburðar hafa að meðaltali 40 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á mánuði síðasta árið og þegar horft er til meðaltals síðustu þriggja ára er fjöldinn 36 að meðaltali á mánuði.