Yngvi nýr forstjóri Sýnar

Yngvi Halldórsson, nýr forstjóri Sýnar.
Yngvi Halldórsson, nýr forstjóri Sýnar.

Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem nýr forstjóri Sýnar, en hann hefur frá árinu 2019 gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins árin 2014-2019. Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össuri hf. um tíu ára skeið.

Í tilkynningunni er haft eftir Petreu I. Guðmundsdóttur, stjórnarformanni Sýnar, að við núverandi aðstæður sé mikilvægt að tryggja festu í rekstri félagsins. „Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess,“ er haft eftir henni.

Í júlí var greint frá því að Heiðar Guðjónsson hefði selt 12,72% hlut sinn í félaginu og að hann myndi láta af störfum sem forstjóri. Greindi hann frá því að hann hefði orðið fyrir heilsubresti fyrr á árinu og verið ráðlagt í kjölfarið að minnka við sig vinnu. Hann starfaði þó tímabundið áfram sem forstjóri þar til ráðning nýs forstjóra var kláruð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK