Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri endurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling, segir að tvö þúsund tonn af plasti, sem sannarlega hefði mátt endurvinna hér á landi, hafi verið flutt úr landi síðan ný lög um endurvinnslu tóku gildi í maí 2021.
Sigurður segir að í lögunum hafi ríkið markað skýra stefnu um endurvinnslu. Í nefndaráliti, sem fylgir lögunum, sé skýrt tekið fram að endurvinna eigi úrgang á Íslandi sé þess kostur. Liggja þurfi fyrir rökstuðningur ef ekki er eftir þessu farið. Einnig sé gerð krafa um vottun frá endurvinnslufyrirtæki og að umhverfisáhrif framleiðslunnar séu tilgreind.
„Þessu hefur ekki verið farið eftir,“ segir Sigurður.
Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.