Álverð hefur lækkað jafnt og þétt í september, samhliða versnandi efnahagshorfum í heiminum.
Tonnið af áli í kauphöllinni með málma í London (LME) kostaði um 2.400 dali um síðustu mánaðamót en hafði lækkað í tæpa 2.150 dali síðdegis í gær. Það er um 10% lækkun.
Sömu sögu er að segja af kopar en tonnið fór í fyrradag undir 7.300 dali sem var lægsta verð í tvo mánuði, að því er fram kom í fréttaskýringu Reuters um koparmarkaðinn.
Vitnað var í ónafngreindan sérfræðing sem höndlar með málma en sá taldi svartsýni um efnahagshorfur, styrkingu dalsins og aukna birgðasöfnun eiga hlut að máli.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.