Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands kynna í dag klukkan 9.30 efni ritsins Fjármálastöðugleika, en ritið sjálft birtist fyrr í morgun. Hægt verður að fylgjast með kynningunni og svörum þremenninganna í beinni útsendingu hér að neðan.
Í riti Fjármálastöðugleika í þetta skiptið er meðal annars farið yfir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafa versnað og að það kunni að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Segir jafnframt að áhætta tengd efnahagsstöðugleika fari versnandi og líklegt að sú þróun haldi áfram.