Advania hlaut nýverið viðurkenningu frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá S4S en þar segir að verkefnið hafi verið valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar hafi borist frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausn Advania hafi fært S4S margvíslegan ávinning.
DynamicWeb er meðal fremstu framleiðenda vefverslanakerfa í heiminum og er Advania í hópi 300 samstarfsaðila fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningunni.
Nýja lausnin hefur m.a. stytt afgreiðslutímann hjá S4S verulega.