Gert að greiða 260 milljarða í sekt

AFP

Fjár­mála­eft­ir­lits­stofn­an­ir hafa sektað nokk­ur af stærstu fyr­ir­tækj­un­um á Wall Street í New York í Banda­ríkj­un­um sam­tals um 1,8 millj­arða dala, eða sem sam­svar­ar um 260 millj­örðum kr., eft­ir að það kom í ljós að starfs­menn fyr­ir­tækj­anna ræddu samn­inga og viðskipti á per­sónu­leg­um tækj­um og síma­for­rit­um. 

Fjár­mála­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna seg­ir að rann­sókn þess hafi svipt hul­unni af viðamikl­um per­sónu­leg­um sam­skipt­um, sem voru þá ekki form­lega skráð. 

Fjár­mála­stofn­an­ir á borð við Barclays, UBS og Goldm­an Sachs eru á meðal 16 fyr­ir­tækja sem eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar nafn­greina. 

Málið, sem er um­fangs­mikið, þykir marka tíma­mót hjá banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lit­inu og eft­ir­lits­nefnd­ar með fram­virk­um samn­ing­um með hrávör­ur (CFTC).  Banda­ríska fjár­mála­eft­ir­litið sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem greint var frá því að fyr­ir­tæk­in yrðu sektuð um 1,1 millj­arða dala. CFTC sendi aðra til­kynn­ingu þar sem fram kom að stofn­un­in hafi lagt á 710 millj­óna dala sekt vegna þess­ara brota. 

Gary Gensler, formaður banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins, seg­ir að þegar öllu sé á botn­inn hvolft bygg­ist fjár­mál á trausti. Það traust hafi verið skaðað með þessu fram­ferði, þar sem fyr­ir­tæk­in hafi ekki staðið við þá skyldu sína að skrá­setja sam­skipti og viðskipti þannig að allt væri uppi á borðum. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un BBC, að frá því í janú­ar 2018 til sept­em­ber 2021 hafi banka­starfs­menn ít­rekað gerst sek­ir um að ræða viðskipti við aðra sam­starfs­fé­laga, viðskipta­vini og aðra, m.a. ráðgjafa, í gegn­um öpp, sms í eig­in sím­tækj­um og með því að nota t.d. What­sApp-spjall­forriitið. 

Fyr­ir­tæk­in héldu ekki skrán­ingu yfir þessi sam­skipti sem braut í bága við al­rík­is­regl­ur sem segja skýrt að fjár­mála­stofn­an­ir verði að halda skrá yfir slík viðskipta­sam­skipti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK