Á meðan starfsmönnum hjá hinu opinbera hefur fjölgað um tæplega 8.000 hefur launþegum á almennum vinnumarkaði fækkað. Sú þróun er ósjálfbær því til að standa undir rekstri hins opinbera þarf öflugt atvinnulíf.
Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.
„Það eru margir að velta því fyrir sér hvert starfsfólk fór í kórónuveirufaraldrinum enda er erfitt að manna öll störf um þessar mundir. Þarna er svarið við því,“ segir Sigurður. „Því miður er það þannig að hið opinbera hefur verið að taka starfsfólk til sín.“
Samtök iðnaðarins birta á morgun skýrslu sem inniheldur 26 umbótatillögur til að efla samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Í viðtalinu fjallar Sigurður um stöðu fyrirtækja og aðdraganda skýrslunnar.