Helgi kemur til Kerecis frá LS Retail

Helgi Jósepsson er nýr forstöðumaður lögfræði- og skattamála hjá Kerecis.
Helgi Jósepsson er nýr forstöðumaður lögfræði- og skattamála hjá Kerecis.

Kerec­is hef­ur ráðið Helga Jóseps­son sem for­stöðumann lög­fræði- og skatta­mála, en Helgi kem­ur til Kerec­is frá LS Retail, sem er alþjóðlegt hug­bún­ar­fyr­ir­tæki með ís­lensk­ar ræt­ur. Helgi starfaði þar í sjö ár með ábyrgð á lög­fræði- og skatta­mál­um, en áður starfaði hann sem skatta­lög­fræðing­ur hjá KPMG á Íslandi.

Í til­kynn­ingu frá Kerec­is kem­ur fram að Helgi hafi und­an­far­in ár kennt skatta­rétt í Há­skól­an­um í Reykja­vik. Starfs­stöð Helga verður í Reyja­vík og mun hann starfa á skrif­stofu for­stjóra Kerec­is.

Kerec­is nýt­ir roð og fitu­sýr­ur og býr til úr þeim lækn­inga­vör­ur. Vör­ur Kerec­is eru m.a. notaðar til meðhöndl­un­ar á syk­ur­sýk­is­sár­um, bruna­sár­um, munn­hols­sár­um og til margs kon­ar upp­bygg­ing­ar á lík­ams­vef. Í dag starfa hátt í 400 manns hjá fyr­ir­tæk­inu á heimsvísu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK