Íbúðaverð hátt á nær alla mælikvarða

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúðaverð á land­inu er hátt á nær alla mæli­kv­arða en eft­ir hraðar verðhækk­an­ir frá upp­hafi síðasta árs eru nú fyrstu vís­bend­ing­ar um kóln­un á íbúðamarkaði komn­ar fram. Íbúðum sem aug­lýst­ar eru til sölu hef­ur fjölgað veru­lega. Um miðjan sept­em­ber voru þær um 2.000 en voru um 1.000 á land­inu öllu í vor.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í ný­út­gefnu riti Seðlabanka Íslands um fjár­mála­stöðug­leika.

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fjár­mála­stöðug­leika­nefnd­ar að alþjóðleg­ar efna­hags­horf­ur hafi versnað að und­an­förnu og kann það að hafa nei­kvæð áhrif á ís­lensk­an þjóðarbú­skap.

„Verðbólga í okk­ar helstu viðskipta­lönd­um hef­ur ekki verið meiri í ára­tugi og hafa seðlabank­ar gripið til brattra vaxta­hækk­ana. Þá hef­ur stríðið í Úkraínu haft í för með sér hærra orku­verð í Evr­ópu og hef­ur það ásamt öðrum þátt­um aukið óvissu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá kem­ur fram að áhætta tengd fjár­mála­stöðug­leika hér á landi hafi vaxið vegna versn­andi ytri aðstæðna og lík­ur eru á að sú þróun haldi áfram.

Betri staðan hér en í viðskipta­lönd­un­um

Hins veg­ar seg­ir að staðan hér á landi sé betri en víðast hvar í viðskipta­lönd­um okk­ar en halda þurfi þó fullri ár­vekni til að varðveita fjár­mála­stöðug­leika. Þá sé sér­stak­lega mik­il­vægt að viðhalda viðnámsþrótti ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins vegna hinn­ar auknu ytri óvissu.

„Viðnámsþrótt­ur kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna er mik­ill. Eig­in­fjár- og lausa­fjárstaða þeirra er sterk. Álags­próf Seðlabanka Íslands fyr­ir árið 2022 sýn­ir að bank­arn­ir geta brugðist við ytri áföll­um og á sama tíma stutt við heim­ili og fyr­ir­tæki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá kem­ur fram að fjár­mála­stöðug­leika­nefnd hafi ákveðið að halda sveiflu­jöfn­un­ar­auk­an­um óbreytt­um. Ákvörðun nefnd­ar­inn­ar frá sept­em­ber 2021 um að hækka auk­ann úr 0% í 2% tek­ur því gildi á morg­un.

Munu áfram beita stý­ritækj­um sín­um

„Nefnd­in árétt­ar mik­il­vægi þess að auka ör­yggi í inn­lendri greiðslumiðlun til að tryggja rekstr­ar­sam­fellu, meðal ann­ars með vís­an til vax­andi netógn­ar. Skref hafa verið tek­in í átt að óháðri inn­lendri smá­greiðslu­lausn sem er mik­il­vægt í ljósi stöðunn­ar.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd mun áfram beita þeim stý­ritækj­um sem hún hef­ur yfir að ráða til að varðveita fjár­mála­stöðug­leika þannig að fjár­mála­kerfið geti staðist áföll, miðlað láns­fé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlít­andi hætti,“ seg­ir að lok­um í yf­ir­lýs­ing­unni.

Nefnd­in mun kynna yf­ir­lýs­ingu sína á blaðamanna­fundi klukk­an 9.30. Sýnt verður frá fund­in­um í beinni á mbl.is á eft­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK