Málinu vísað frá og Skúli greiðir ekki eyri

Máli þrotabús Wow air gegn Skúla Mogensen og fleirum var …
Máli þrotabús Wow air gegn Skúla Mogensen og fleirum var vísað frá dómi og þrotabúinu gert að greiða Skúla 2,1 milljón krónur. mbl.is/RAX

Kröfu þrota­bús Wow air gegn Tít­an fjár­fest­inga­fé­lagi, Skúla Mo­gensen og fjór­um fyrr­um stjórn­ar­mönn­um Wow air var vísað frá Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær. Þrota­bú WOW air gerði kröfu gegn stefndu að þeim yrði gert að greiða 3 millj­ón­ir og 102 þúsund banda­ríkja­dali með skaðabóta­vöxt­um en það nem­ur um hálf­um millj­arði ís­lenskra króna. 

Tít­an fjár­fest­inga­fé­lag, Skúli Mo­gensen og stjórn­ar­menn­irn­ir fjór­ir, Liv Bergþórs­dótt­ir, Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir, Davíð Más­son og Basil Ben Bald­anza, kröfðust öll sýknu og að þeim yrði greidd­ur máls­kostnaður. Þarf því þrota­bú Wow air að greiða 14,1 millj­ón krón­ur sam­tals í máls­kostnað til málsaðila.

Meint ólög­mæt viðskipti

Þrota­búið höfðaði málið í skaðabóta­skyni vegna meint­ar ólög­mæt­ar hátt­semi Skúla og annarra  stjórn­ar­manna fyr­ir­tæk­is­ins í tengsl­um við viðskipti um kauprétt á fjór­um Air­bus-flug­vél­um. Er rakið í úr­sk­urði héraðsdóms að þrota­búið lít­ur svo á að Tít­an, móður­fé­lag Wow air, hafi auðgast með órétt­mæt­um hætti á um­rædd­um viðskipt­um á kostnað Wow air. Tít­an var á þeim tíma al­farið í eigu Skúla. 

Wow og Tít­an gerðu þá með sér fjóra samn­inga sem vörðuðu kaup- og sölu­rétt­indi vegna um­ræddra flug­véla. Í samn­ing­un­um féllst Wow air á að greiða Tít­an 12 millj­ón­ir banda­ríkja­dala fyr­ir kauprétt að flug­vél­un­um. 

Þot­urn­ar voru síðar seld­ar Air Can­ada og hlaut Wow 8,9 millj­ón­ir banda­ríkja­dala sam­tals fyr­ir söl­una sam­kvæmt þrota­bú­inu. Þar með hélt þrota­búið fram að Wow hefði tapað 3,1 millj­ón­um dala vegna samn­ing­anna um kaup- og sölu­rétt­indi. Þrota­búið hélt að auki fram að Tít­an hafði auðgast um þessa til­teknu upp­hæð með órétt­mæt­um hætti. 

Lagði ekki fram samn­ing­ana 

Stefndu lögðu fram áskor­un á þrota­búið að leggja fram öll gögn um viðskipt­in við Air Can­ada. Þrota­búið lagði hvorki fram kaup­samn­inga né greiðslu­kvitt­an­ir vegna söl­unn­ar held­ur lagði fram skýrslu sem end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte hafði unnið. Í skýrsl­unni er vísað til kaup­verðsins en þó með þeim fyr­ir­vara að höf­und­ur skýrsl­unn­ar hafi ekki séð samn­ing­ana. 

Dóm­ur­inn mat það sem svo að hvorki skýrsl­an né önn­ur gögn gætu komið í stað samn­ing­anna sjálfra og greiðslu­kvitt­ana. 

Komst héraðsdóm­ur þar með að þeirri niður­stöðu að ekki væru til staðar nægi­leg gögn til að unnt væri að fella efn­is­dóm á kröfu þrota­bús­ins. Mál­inu var því vísað sjálf­krafa frá dómi að sök­um van­reif­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK