Athafnamaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson hyggst opna nýtt kaffihús, bar og kvikmyndahús á jarðhæð Tryggvagötu 11 í Reykjavík í nóvember nk. Staðurinn heitir Anna Jóna í höfuðið á móður Haraldar sem lést í bílslysi þegar hann var aðeins ellefu ára gamall.
Spurður um hvenær hugmyndin hafi kviknað segir Haraldur í samtali við ViðskiptaMoggann að hún hafi orðið til fyrir allmörgum árum síðan.
„Sjálfum finnst mér ekki endilega þægilegt að vera í stórum hópi en hins vegar finnst mér gaman að búa til stemningu fyrir annað fólk.“
Nánar er rætt við Harald í ViðskiptaMogganum í dag.