Verðbólgan komin niður í 9,3%

Verðbólgan hefur lækkað.
Verðbólgan hefur lækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðbólga síðustu 12 mánuði mæl­ist nú 9,3% og held­ur áfram að lækka eft­ir að hafa hæst farið í 9,9% í júlí.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Hag­stofu Íslands.

Þetta er lægri verðbólga en grein­ing­ar­deild­ir bank­anna höfðu spáð fyr­ir. Í síðustu spá sinni spáði Íslands­banki til að mynda því að verðbólg­an myndi lækka niður í 9,4% á árs­grund­velli og spáði Lands­bank­inn því sömu­leiðis að ár­sverðbólg­an myndi mæl­ast 9,4% í sept­em­ber.

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,09% frá fyrri mánuði og sömu­leiðis hækkaði vísi­tala neyslu­verðs án hús­næði um 0,09%. 

Þá kem­ur fram að verð á föt­um og skóm hækkaði um 4,6% og verð á raf­tækj­um til heim­il­is­nota hækkaði um 5,4%. Verð á flug­far­gjöld­um til út­landa lækkaði um 17,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK