Verðbólgan náð hámarki

Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Samsett mynd.

„Ég held að þetta renni svo­lítið stoðum und­ir þá skoðun okk­ar að verðbólga hafi náð há­marki og muni á næst­unni hjaðna áfram smám sam­an. Þannig að þetta er já­kvætt,“ seg­ir Una Jóns­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur Lands­bank­ans, en verðbólga síðustu 12 mánuði mæl­ist nú 9,3%.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, tek­ur í sama streng og seg­ir töl­urn­ar auka lík­urn­ar á því að við höf­um kom­ist yfir versta verðbólgu­hjall­ann. 

Lands­bank­inn hafði fyrr í mánuðinum spáð 9,6% verðbólgu en upp­færði spána þegar töl­ur um íbúðaverð bár­ust í síðustu viku. Þá var því spáð að verðbólga yrði 9,4%. Íslands­banki gerði slíkt hið sama og lækkaði sína spá einnig niður í 9,4%.

Í takti við spár

„Þetta er eig­in­lega í takti við það sem við spáðum,“ seg­ir Una í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að töl­urn­ar hafi því ekki komið henni á óvart.

Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí, lækkaði síðan í 9,7% í ág­úst og eins og áður seg­ir er hún nú 9,3% í sept­em­ber.

Una seg­ir töl­urn­ar sýna okk­ur að verðbólg­an sé að hjaðna „og við ger­um ráð fyr­ir þeirri þróun áfram en það er mjög langt í það að hún kom­ist niður í það sem að æski­legt get­ur tal­ist“. Hún bend­ir á að verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans sé 2,5% en við séum aft­ur á móti enn vel fyr­ir ofan 9%. 

Létt­ir að það séu eng­ar jarðsprengj­ur

Jón Bjarki seg­ir í sam­tali við mbl.is það vera ákveðinn létti að eng­ar jarðsprengj­ur séu í nýj­ustu töl­um. Ekk­ert sem dúkki allt í einu upp sem hækk­un­ar­vald­ur og allt sé í takti við það sem við var að bú­ast og von­ast var eft­ir.  

„Inn­flutn­ings­verðlagið er líka alltaf að verða stöðugra. Ákveðnir þætt­ir, eins og eldsneyti, eru að lækka þannig að heilt yfir eru þetta já­kvæðar töl­ur og sam­setn­ing­in eyk­ur lík­urn­ar að okk­ar mati að við séum búin að sjá það versta í verðbólg­unni,“ bæt­ir Jón Bjarki við.

Þá seg­ir hann það sér­stak­lega gleðilegt að íbúðaverðið sé að ná meiri stöðug­leika. „Ég held að það sé langþráð hjá seðlabanka­fólki og gæti verið mik­il­vægt inn­legg í vaxta­ákvörðun­ina í næstu viku.“

Stefn­um í eðli­legra ástand

Í riti Seðlabanka Íslands um fjár­mála­stöðug­leika, sem kom út í morg­un, seg­ir að nú séu komn­ar fram fyrstu vís­bend­ing­ar um kóln­un á íbúðamarkaði. Eign­um á sölu hef­ur fjölgað og kaup­samn­ing­um fer fækk­andi.

„Ég held að þetta sé bara mjög eðli­leg þróun. Verðið var búið að hækka svo mikið og spenn­an var búin að vera svo mik­il á markaði að það er ekk­ert skrýtið að við för­um að sjá aðeins meiri hæga­gang á markaði,“ seg­ir Una.

Hún bæt­ir við að nú stefni í raun í mun eðli­legra ástand, enda hafi verið óeðli­lega mikið að gera á fast­eigna­markaði síðustu miss­er­in. Markaður­inn muni samt halda áfram að rúlla þó það verði kannski ekki með sama hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK